top of page
hérna má setja inn frekari upplýsingar

Brimhljóð: Ljóð og stökur

SKU: 0011
kr1,490Price
Quantity
  • Sigmundur Guðnason frá Hælavík: BRIMHLJÓÐ. Ljóð og stökur. Prentsmiðjan Oddi, 1955. Fyrir nokkrum árum var útvarpað kvölddagskrá frá ísafirði. Þar las kvæði sín skáld eitt, sem áður var með öllu ókunnugt þjóðinni. Skáldið var aldraður Hornstrendingur, Sigmundur Guðnason úr Hælavík, um nokkurra ára skeið vitavörður við Hornbjargsvita. Kvæði Sigmundar vöktu athygli margra ljóðelskra hlustenda, og nú hefur Sigmundur sent frá sér ljóðabók, sem hann nefnir Brimhljóð- Það er enginn nýtízkubragur a ljóðunum í þessari bók, og ekki er þar lögð stund á sérkennilegt eða stásslegt form. Ekki eru heldur yrkisefnin margbreytileg eða viðhorfin nýstárleg. En hvað sem þessu líður, leynir það sér ekki, að höfundurinn er gæddur skáldgáfu og hefur sinn sérstæða og hugþekka svip. Þó að kvæðin virðist hversdagsleg að formi og efni, eru þau mótuð af hreinum, djúpum og viðkvæmum persónuleika, sem virðis ekki eiga í fari sínu fals eða yfirlæti, og í lífsviðhorfi skáldsins gætir jöfnum höndum: sárs raunsæis og mildrar dreymni, biturs trega og sællar lífsnautnar. Skáldið hefur fundið sárt til þess að vera lengst ævinnar bundinn báða skó, hefur tregað það að fá ekki að njóta fjölbreyttrar fræðslu og kynnast glæstri og margbreyttri menningu veraldar.

  • b-facebook
  • Twitter Round
  • B-Pinterest
bottom of page