top of page
Bókin heitir á frummáli: Gráur oktober

Grár Október

SKU: 0155
kr490Price
Quantity
  • Grár október hefst á að Páll Hansen útvarpsþulur deyr af blásýrueitrun í beinni útsendingu og böndin berast brátt að fyrirtækinu Gaia International, þar sem Páll hafði starfað áður við að selja fólki hlutabréf í olíuskipum, sem leið til að lækka skatta. Skemmst er frá því að segja að fyrirtækið fór á hausinn og margir töpuðu aleigunni og ekki síst ríkissjóður, sem hafði lánað allt að 60­70% af smíðaverði skipanna. Blaðamaðurinn Hannis tekur til óspilltra málanna við að grafast fyrir um höfuðpaurinn í Gaia en áður en hann kemst á slóðir Hanus í Rong hafa þrír menn í viðbót látist á vofeiflegan hátt. Hannis kemst að því að auk þess að reka útgerð er Hanus í Rong trúboði í einum af fjölmörgum sértrúarsöfnuðum Færeyja. Eins og í fyrri bókinni berst leikurinn víða, meira að segja til Ítalíu og Sviss, þar sem Hannis fer að grafast fyrir um tengsl Hanus í Rong við ítölsku frímúrararegluna P2, sem telur fjöldann allan af fjárglæframönnum til félaga sinna. Ekki er þetta hættulaus slóð og Hannis lendir í mörgum lífsháskanum en hann hefur sem fyrr ráð undir rifi hverju og kemst meira að segja að ýmsu með því að hluta vel á óskalög sjómanna. Það má hiklaust mæla með þessum hánorrænu spennusögum sem góðri afþreyingu, sem auk þess að vera spennandi eru kryddaðar með færeyskum kveðskap; titlar bókanna eru einnig sóttir til þjóðskáldsins J.O.H. Djurhuus. Við Íslendingar komum líka við sögu en aðallega við að afvatna Færeyinga og er sögumaður ekki par hrifinn af hversu landar hans vilja líkjast Íslendingum í einu og öllu.

  • b-facebook
  • Twitter Round
  • B-Pinterest
bottom of page