Á frummáli: En fridag til fru Larsen
Frídagur frú Larsen
Martha Christensen er þekktur rithöfundur í Danmörku. Þetta er fyrsta bók höfundar sem gefin er út á íslensku. Þessi saga var lesin í útvarp á síðasta ári og vakti þá mikla athygli. Frú Larsen er búsett í Kaupmannahöfn, í þeim hluta hennar sem þeir búa er lítið hafa. Hún verður strax út undan í uppvextinum og er talin eitthvað skrítin afsínum nánustu. Þegar hún verður ófrísk veit hún varla hvað hefur skeð. Henni hafði aldrei verið sagt frá því hvernig það gæti gerst. Hún verður sjálf að sjá um uppeldi sonar síns og það er enginn leikur við þær aðstæður er hún býr við. Bókin segir frá erfiðleikum hennar við að reyna að gera góðan dreng úr Jimmy. Frú Larsen er full af trúnaðartrausti. Hún treysti þvf að fólkið væri svo gott. Að það myndi hjálpa sér að gera Jimmy að góðum dreng eins og það hafði sagst ætla að gera. Og hvers vegna átti hún að efast? Hún, sem var lítilfjörlegri og heimskari en aðrir. Þessi bók svíkur engan og á erindi til flestra.