Á frummáli: O Zahir Bókin er uppseld hjá útgefanda.
Hugarfjötur
Nafntogaður rithöfundur uppgötvar að eiginkona hans, sem er stríðsfréttaritari, er horfin sporlaust. Þótt hann finni ástina á ný er hann áfram fullur söknuðar og undrandi yfir hvarfi hennar. Eru mannræningjar eða fjárkúgarar hér að verki eða var hún bara orðin leið á hjónabandinu? Löngunin til að komast til botns í málinu þróast smám saman yfir í þráhyggju sem verður hans hugarfjötur.
Leitin að eiginkonunni – og sannleikanum um eigið líf – dregur hann frá Suður-Ameríku til Spánar, Frakklands, Króatíu og loks til hinnar hrjóstrugu en fögru Mið-Asíu. Leitin vekur hann jafnframt til nýs skilnings á eðli ástarinnar, mætti örlaganna og hvað það þýðir í raun og veru að láta hjartað ráða för.
Í Hugarfjötri birtist ekki einungis kraftmikil og heillandi frásagnargáfa Paulos Coelhos heldur einnig einstakur skilningur hans á hlutskipti mannsins í heimi óendanlegra möguleika.
Hugarfjötur er af mörgum talin besta verk höfundar.