Söguleg skáldsaga.
Eldvígslan
Bókaklúbbur Arnar og Örlygs hefur sent á almennan bókamarkað bókina Eldvígslan eftir dr. Jónas Kristjánsson forstöðumann Stofnunar Árna Magnússonar. Sagan er frumraun Jónasar á sviði skáldsagnagerðar.
Hinn kunni bókmenntagagnrýnandi,Andrés Kristjánsson,komst m.a. svo að orði um söguna: „Þetta er söguleg skáldsaga í bestu merkingu þess gamla orðs. Hún er í senn byggð á mikilli söguþekkingu,fræðilegri trúmennsku og mannlegum skilningi. Hún opnar almennum lesanda víkingasöguna með nýjum hætti, lýsir undir brynjuna."
Þór Magnússon þjóðminjavörður sagði um Eldvígsluna: „Jónasi Kristjánssyni hefur tekist snilldarlega að smíða úr brotafrásögnum og skapa skemmtilega og heilsteypta frásögn í sögunni Eldvígslunni. Ragnar konungur loðbrók og fólk hans, einkum þó sonurinn Ubbi, sem hér segir frá ævi sinni, stígur sem ljóslifandi fram úr hálfrökkri sögunnar. Lýsingar á háttum fólks og umhverfi, athöfnum,búskaparsýsli, sæförum og hernaði, allt er hér af miklum hagleik gert og heldur sá á penna, sem er bæði margfróður um sögusvið sitt og menningarsögu þess tíma. Frásögninni er líkt og brugðið upp á tjald, hrífandi og æsilegar svipmyndir,og er þá ekki minnst um vert, að sagan er rituð á fáguðu máli og þeirri eitilhörðu íslensku, sem höfundur er kunnur fyrir, þannig að unun er að lesa.