Önnur skáldsaga Hallgríms Helgasonar.
Þetta er allt að koma
Önnur skáldsaga Hallgríms Helgasonar, er opinská bók um stormasaman æviferil hinnar dáðu listakonu Ragnheiðar Birnu, allt frá getnaði til nýjustu sigra hennar í lífi og list. Af hispursleysi og vandvirkni segir höfundur frá erfiðri baráttu Ragnheiðar og leit hennar að hinum hreina tóni. Lesendur kynnast mörgu af því góða fólki sem lagði henni lið í blíðu og stríðu af fádæma ósérhlífni. Byggt er á ítarlegum viðtölum við Ragnheiði sjálfa um ástir hennar og áhugamál auk vitnisburðar samferðamanna hennar.
Ógleymanleg bók um ógleymanlega manneskju sem hefur helgað sig listinni og fegurðinni og veitt birtu og gleði inn í líf svo margra.“Saga Hallgríms er, þrátt fyrir sína grótesku kímni og sprell, í raun grátleg harmsaga um áhugaleysi á raunverulegri listhugsun, reiðilestur yfir fáránlegu umburðarlyndi gagnvart hæfileikaleysi og dútli… Saga Hallgríms er sökum stærðar sinnar og breiddar ein viðamesta “þjóðarsaga” seinni ára, því að í grunninn er hún sífellt að segja frá, skilgreina íslensku þjóðina og deila á hana.”
Kristján B. Jónasson, Morgunblaðinu“þetta hlýtur að vera fyndnasta bók ársins. Reyndar held ég að það þurfi að leita einhver ár aftur í tímann til að finna jafn fyndna íslenska skáldsögu.”
Kolbrún Bergþórsdóttir, Morgunpóstinum