Á frummáli: Daglejerne
Daglaunamenn
Sagan gerist á Jótlandi, á eyðilegum og sviplausum stað við sjó, fjarri borg og glaumi. Aðalpersónan í Daglaunamönnum er líf þeirra, fábrotið og fátækt, erfitt og vandasamt. Verkamennirnir vinna á búgörð- um stórbændanna, og sæta lágu kaupi enda eiga þeir ekíki í annað hús að venda með starfsorku sína. Og þeir mega heita atvinnulausir á vetrum. Heimatrúboðar vaða þar uppi. Þetta er ekki stórbrotið líf, og það er engin dramatík í sögunni, nema ef það telst til tíðinda að einn trnboði hengir sig þegar grímu guðhræðslunnar hefur verið svipt af honum. Dagleg önn f ólksins er uppistaða verksins, hversdagslegar áhyggjur þess, atvinnuhorfur, peningaspursmál, ástir — guð. Unz ókunnir menn uppgötva lífsmöguleika í krítinni og hefja að reisa sementsverksmiðju. Það verður næg atvinna, nú ríður á að etanda saman og það er stofnað verklýðsfélag. Pormað- ur fyrirtækisins ber nokkurt skyn á nútímann og eðli hans og amast ekki við þessum samtökum, borgar vel og skilvíslega og býður að lokum til reisugildis.