Bókin heitir á frummáli: Dans med en ängel
Dansað við engil
Ungur Svíi finnst myrtur á hótelherbergi í London. Skömmu síðar á svipað morð sér stað í Gautaborg. Blóðug fótspor á seinni morðstaðnum benda til að þar hafi verið stiginn óhugnanlegur dans. Þegar lögreglumaðurinn Erik Winter fer að rannsaka morðin kemur ýmislegt sérkennilegt í ljós og málin taka óvænta stefnu …
Dansað við engil er grípandi, kraftmikil og spennandi saga sem veitir um leið einstaka innsýn í myrkan heim sem fáir þekkja.Åke Edwardson er einn þekktasti glæpasagnahöfundur Svía. Bækur hans hafa hlotið fjölda verðlauna og verið þýddar á fjölmörg tungumál. Dansað við engil var valin besta glæpasaga ársins í Svíþjóð. Bókin hefur slegið í gegn víða um heim og gerð hefur verið kvikmynd eftir sögunni.
Úr dómum um Dansað við engil:
„Jafnvel á heitum júlídegi rennur manni kalt vatn milli skinns og hörunds við að lesa Dansað við engil.“
– Hufvudstadsbladet„Ein besta glæpasaga sem ég hef lesið lengi.“
– Sydsvenska Dagbladet