top of page
Á frummáli: Aimez-vous Brahms í þýðingu Thors Vilhjálmssonar

Dáið þér Brahms

SKU: 0163
kr900Price
Quantity
  • Úr Dáið þér Brahms:

    Pála skoðaði andlit sitt í speglinum og rakti þar ósigra á þrjátíu og níu árum, sem höfðu skilið eftir mark sitt einn af öðrum. Í huga hennar var ekki sú örvænting, beiskja sem tíðkast á slíkum stundum, heldur ró og hún var líkt og annars hugar. Líkt og volg húðin, sem tveir fingur hennar strengdu stundum til að rekja hrukku til grunns, til að leiða skugga í ljós, væri á einhverjum öðrum, á allt annarri Pálu sem léti sér ákaflega annt um fegurð sína og tæki nærri sér að víkja úr flokki ungra kvenna í flokk kvenna sem eru unglegar: á konu sem hún kannaðist varla við. Hún hafði setzt að speglinum að drepa tímann - hún brosti við tilhugsunina - og hún komst að raun um að það var hann sem var að drepa hana í hægum eldi, mildilega, með því að herja á þá mynd sem hún vissi hafa verið elskaða. 
     Roger ætlaði að koma klukkan níu; nú var hún sjö; hún hafði tímann fyrir sér. Tíma til að halla sér á rúmið sitt með augun aftur og hugsa ekki um neitt. Slaka á. Hvílast. En um hvað var hún þá að hugsa á daginn af slíkri ástríðu að það reyndi svo mikið á hana að hún yrði að hvíla sig á kvöldin? Þessi eirðarlausi tómleiki sem leiddi hana úr einu herbergi í annað, frá einum glugga að öðrum, hvort hún kannaðist við það. Það var aftan úr bernsku, frá þeim dögum þegar rigndi. 

  • b-facebook
  • Twitter Round
  • B-Pinterest
bottom of page