Á frummáli: Edge : the loner
Edge: einfarinn
Kannski hafði hún verið falleg einu sinni. Kúlan hafði farið inn um vangann og út um nefið, svo að helmingur þess var horfinn og nú var aðeins rauð klessa. „Ég sagði þér að horfa ekki á mig“ reyndi hún að veina til Edge, en hún gat ekki talað í hærri tón en hvíslandi. „Hvað tekur þig langann tíma að skjóta mig?“ spurði hún tilfinningalaust. „Ertu að hæðast að mér?“ „Nei,“ sagði hún og nú var gremjuhljómur í röddinni. Aftur komu sársaukadrættir í augnsvipinn, svo hvarf það fyrir reiði. „Hvaða fífl heldurðu að líti við neflausri dansmær, asni?“ „Ég skal segja þér ástæðuna“ flýtti hún sér að segja. „Það er engin byssa hér eða ég reyndi sjálf. En ég er hrædd um, að ég myndi ekki hitta, ef þú létir mig fá byssu. Ég vil drepast á stundinni. Eitt skot og búið…“