Á frummáli: Angel’s flight Bókin er uppseld hjá útgefanda.
Englaflug
SKU: 0093
kr890Price
Harry Bosch, rannsóknarlögreglumaður, vakir og bíður eftir símtali frá eiginkonu sinni, þegar hann er óvænt kallaður á morðstað um miðja nótt. Mannréttindalögmaðurinn Howard Elias hefur verið myrtur í Englaflugslestinni í Los Angeles og Bosch og félögum hans er falin rannsókn málsins. Það reynist heldur betur eldfimt, enda hefur Elias lögsótt marga lögreglumenn. Önnur hver lögga liggur því undir grun …
Englaflug er hörkuspennandi og snjöll spennusaga eftir Michael Connelly, einn vinsælasta spennusagnahöfund heims um þessar mundir. Áður hafa komið út eftir hann á íslensku bækurnar Skáldið og Blóðskuld.
“Minnir á Raymond Chandler … Michael Connelly setur fótinn á bensínið, gefur í botn og slær aldrei af.”
Los Angeles Times