Á frummáli: Gå aldrig fra mig
Farðu aldrei frá mér
Emelie hittir Chris eina rigningarnótt þar sem hún liggur á götunni eftir að hafa dottið af hjólinu þegar köttur hljóp í veg fyrir hana. Þau verða óaðskiljanleg. Chris er hvers manns hugljúfi. Hann heillar alla með elskulegu brosi sínu. En Chris er ekki bara sætur og líflegur strákur, hann er líka hæfileikaríkur og kann að meta litlu hlutina í lífinu. Emelie er svo hamingjusöm að hún getur varla lýst því með orðum enda grunar hana ekki hvert ást hennar á Chris á eftir að leiða hana.
Irma Lauridsen er margfaldur metsöluhöfundur í Danmörku og bækur hennar hafa verið þýddar á níu tungumál. Hún er rithöfundur af lífi og sál, uppalin á jósku heiðunum, samgróin dýralífinu og nátturunni sem hún umgengst af miklum innileika og virðingu; það er ekki fráleitt að ímynda sér að skilji bæði blóm og dýr. Mannlegt eðli er henni afar hugleikið og skáldaheimur hennar nær langt út fyrir þau mörk sem vísindi einskorða sig við. Irma sendir persónur sínar út á ystu nöf þar sem reynir til hins ýtrasta á þanþol hins innsta kjarna.