Fyrsta bók höfundar.
Forlagaflækja
Óskiljanlegum ástæðum, hlekktisthenni á í flugtaki og hún-kom niður á annan vænginn. Það orsakaði sprengingu í bensíni og á fáum augnablikum varð vélin alelda". Þannig segir á fyrstu síðu bókarinnar. Síðan spinna forlögin sinn flókna vef. Ótrúlega spennandi skáldsaga,ungs höfundar er nú sendir frá sér sína fyrstu bók.
Í kynningu forlagsins segir m.a.: „Ekki er hægt að segja annað en Ísól fari vel af stað í þessari fyrstu bók sinni. Henni tekst að halda lesandanum í spennu frá fyrstu til síðustu síðu bókarinnar . . . Þetta er ótrúlega spennandi skáldsaga,þar sem forlögin spinna sinn flókna vef."
Ísól Karlsdóttir fæddist í Garði í ólafsfirði 1917 og býr nú á Hólkoti í Ólafsfirði. „Ég ólst upp í sveit," segir Ísól m.a. í bréfi til Morgunblaðsins. „Ég byrjaði snemma að semja sögur við hrífuna mína, en þær voru hvergi skráðar og hefir mig oft iðrað þess. Börnum sagði ég mikið af sögum, þegar ég var í vistum sem unglingur. Það liggur lítið eftir mig á prenti, þó hefi ég sent frá mér blaðagreinar, smásögur og ljóð, birt í Aftureldingu — Barnablaði og ein saga hefur birst í Heima er bezt og þar er önnur væntanleg. Einnig hefi ég skrifar minningagreinar og ort eftirmæli, sem komið hafa í blöðum." Og í lok bréfsins: „Þessi bók,Forlagaflækja, er úr ruslakörfunni,sem ég hefi nú loks fengið tíma til að róta í. Það kemur í ljós, hvort ég finn þar eitthvað fleira."