top of page
Bókin hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og var gefin út á fjölmörgum þjóðtungum. ATH KILJA

Grámosinn glóir

SKU: 0070
kr1,290Price
Quantity
  • Var þetta morð? Hver eru mörk ástarinnar? Hver er sekur? Og hvernig á ungur menntamaður með skáldadrauma, nýkominn úr laufskálum heimsmenningar, að dæma í þessu skelfilega máli í afskekktri byggð á Íslandi?

    Morð í afdal. Ást í meinum. Sekt og sakleysi, heimsmenning og öræfi, skáldskapur, sannleikur, ofbeldi, vald: Grámosinn glóir eftir Thor Vilhjálmsson er margstefja saga og hljómmikil, en jafnframt auðlesin og sterk. Efni hennar er sótt í kunn íslensk sakamál frá síðari hluta 19. aldar, höfundur nýtir sér tækni spennusagna og ástarsagna, en öll lýtur frásögnin lögmálum skáldskapar. Fáir höfundar rita glæsilegri íslensku, og í þessu verki er einstæð orðgnótt Thors í þjónustu sannrar frásagnarlistar, þar sem söguþráðurinn er grípandi og persónur minnistæðar.

    Engin íslensk skáldsaga síðari ára hefur hlotið aðrar eins viðtökur og Grámosinn glóir. Hún var ein af söluhæstu bókunum árið sem hún kom út, 1986, og hlaut hástemmt lof gagnrýnenda. Síðar átti hún eftir að færa höfundi sínum Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og útgáfur á fjölmörgum þjóðtungum.

     

     

    „Með tungutaki sem sameinar íslenzka frásagnarhefð og nútímaleg tjáningarform lýsir hann örlagaríkri ferð dómara um töfraþrungið landslag, þar sem glímt er við grundvallarspurningar tilverunnar um ábyrgð og sekt, um skáldskap og veruleika frá ótal sjónarhornum.“
    Dómnefnd Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

    „Þessi bók er böðuð birtu norðurljósanna, nákvæmlega upp byggð og býr ekki yfir minni krafti en Íslendingasögurnar. En í henni er ekki verið að hörfa aftur til hefðarinnar, heldur býr í henni mikill og frjáls sköpunarkraftur.“
    Gérard Bodinier, Le Provinçal

    „Þegar maður les Vilhjálmsson hefur maður á tilfinningunni að maður standi frammi fyrir kraftmiklu ritverki, eins og það sé umlukið geislabaugi….Maður er líka furðu lostinn yfir byggingu verksins, sem er hárfín eins og raunar allt annað í bókinni sem magnar upp áhrifamátt þessa frábæra texta.“
    Denis Gennart, La Libre Belgique

    „Dapurleg fegurð landslagsins á Íslandi, rétt eins og persónurnar, sem eru blanda af næmni og innri sársauka, gera þessa áhrifamiklu bók að skáldsögu sem er í senn átakanleg og heillandi.“
    V.E., Femina

  • b-facebook
  • Twitter Round
  • B-Pinterest
bottom of page