top of page
Safn greina eftir Gísla Jónsson frá Háreksstöðum.

Haugaeldar

SKU: 0058
kr3,400Price
Quantity
  • GÍSLI JÓNSSON, ritstjóri, skáld og prentari, frá Háreksstöðum í Jökuldalsheiði, er kunnur maður bæði vestan hafs og austan. Hann stundaði nám í Möðruvallaskóla 1894—1896 og lauk þar prófi með 1. einkunn. Nam prentnám á Akureyri 1898 — 1903; fluttist sama ár vestur um haf og var þar bæði prentari og prentsmiðjueigandi í nær hálfa Öld. — Gfsli hefur ort og skrifað fyrir blöð og tímarit Vestur-lslendinga. — Tvær ljóðabækur sínar hefur hann gefið út, Farfugla og Fardaga. —
    Þegar Gísli lét af prentstörfum, gerðist hann ritstjóri Tímarits Þjóðræknifélagsins í Winnipeg og er það enn.
    Haugaeldar
    Þegar þið veljið jólabókina í ár þá gleymið ekki Haugaeldum, bók Gísla Jónssonar, ritstjóra frá Háreksstöðum í Jökuldalsheiði, nú ritstjóra í Winnipeg í Canada. í bókinni birtist fjöldi ævisagna um samtíðarmenn lífs og liðna, austan hafs og vestan, auk margra merkra ritgerða og þátta. Má þar fyrst og fremst nefna þátt Gísla um æskuheimili sitt á Háreksstöðum, sem mun jafnan verða talinn hin merkasta heimild um líf liðinna kynslóða í einni afskekktustu byggð á Íslandi.
    Stefán Einarsson prófessor í Baltimore, skrifar æviágrip Gísla í ýtarlegri ritgerð. 
    Bókin HAUGAELDAR er 416 bls., prentuð á myndapappír og prýdd 93 myndum og teikningum. Verðið er þó aðeins 273.00 með söluskatti, og því engin jólabók svo ódýr, miðað við stærð og frágang. Þetta er tilvalin jólabók hinna vandlátu.
    BÓKAÚTGAFAN EDDA, Akureyri Afgreiðsla í Reykjavík á Grundarstíg 11, sími 15392.
    (Auglýsing desember 1962)

    Efni bókarinnar er: - Tónskáld: Sveinbjörn Sveinbjörnsson ; Franz Schubert ; Edvard Grieg ; Felix Mendelssohn ; Vestur-Íslenzk tónskáld. - Ritgerðir og erindi: Um rit Jónasar Hallgrímssonar ; Fimm aldir prentlistarinnar ; Alltaf er guð að skapa ný fjöll ; Heimir 1904-1913 ; Hallfreður vandræðaskáld ; Smápistlar frá drottningardeginum ; Sat ég undir fjallinu (Hugsanareik) ; Um mannanöfn - á víð og dreif ; Fokdreifar úr Íslandsferð. - Samtíðarmenn, lífs og liðnir: Heiðarbúinn og ættmenn hans ; Gunnsteinn Eyjólfsson ; Kristinn Stefánsson ; Systkinaminning ; Magnús Pétursson ; Grímur Rósant Guðmundsson ; Séra Guðmundur Árnason ; Litið um öxl ; Þorsteinn Þ. Þorsteinsson ; Eftir dúk og disk ; Útverðir íslenzkra fræða ; Joseph T. Thorson; Hugleiðingar út af afmæli ; Staldrað við veginn ; Afmælisórar ; Afmæliskveðja og gullbrúðkaup ; Fimmtíu ára prestskaparafmæli. - Formálsorð bóka: Úr borg og bæ ; Fögur er foldin ; Kvæðabók fylgt úr hlaði ; Ný vestur-íslenzk kvæðabók ; Jón á Strympu og aðrar sögur ; Íslenzkur skólaskáldskapur og Kr. Jónsson.

  • b-facebook
  • Twitter Round
  • B-Pinterest
bottom of page