hérna má setja inn frekari upplýsingar
Hjá Afa og Ömmu
Hjá afa og ömmu er sjötta bók Þórleifs Bjarnasonar, en allar fyrri bækur hans hafa vakið mikla athygli, eins og kunnugt er. Þessi nýja bók er bernskuminningar höfundar frá Hælavík í Sléttuhreppi á Hornströndum,en þar ólst hann upp hjá afa sínum og ömmu, Guðna Kjartanssyni og Hjálmfríði Íslenifsdóttur.
Er þetta sérlega skýr frásögn af sálarlífi sveitadrengs og samlifi hans við fólk, dýr og hina dauðu náttúru, sem hann lifir sig svo inn í, að fjöll og steinar fá mál í vitund hans. Inn í þetta fléttast glöggar lýsingar á fólkinu, umhverfis hann, heimilisfólkinu í Hælavik, einkum afa hans og ömmu, og einnig þeim, sem þangað koma eða hann hittir.
Sléttuhreppurinn er nú í eyði,og meiri hluti þess fólks, sem lesandinn kynnist hér, kominn undir græna torfu. En Þórleifur Bjarnason hefur reist því fagra bautasteina í minningabók sinni.