Bókin heitir á frummáli: Containerkvinnen
Konan í gámnum
Þrjár ókunnar konur finnast illa leiknar í gámi á
hafnarbakkanum í Þrándheimi. Sú yngsta þeirra lifir af en lætur
sig fljótlega hverfa af sjúkrahúsinu því hún óttast að setið sé um
líf sitt. Lögreglukonan Anne-kin Halvorsen sem kallar stúlkuna
„Tístuna" fær málið í hendur og með mikilli þrautseigju og
fundvísi tekst henni að komast á slóð stúlkunnar.
Sú leit leiðir margt ófagurt í ljós...
Kim Småge sló fyrst í gegn árið 1983 og allar götur síðan
hefur hún veríð í fremstu röð norskra spennusagnahöfunda.
Konan i gámnum fékk afbragðsviðtökur í Noregi árið 1997 og
var meðal annars sagt að bókin ætti að vera skyldulesning fyrir
alla og að lögreglumenn ættu að lesa hana minnst einu sinni
í mánuði. Áður hafa íslenskir lesendur kynnst
lögreglukonunni Anne-kin í bókinni Sub rosa.