top of page

Kvæðasafn og greinar

SKU: 0204
kr2,500Price
Quantity
  • „Þetta safn er heildarútgáfa á verkum Steins Steinarr, eins og næst var komizt", segir í upphafi formálans.
    Vissulega munu aðdáendur Steins Steinarr fagna því að fá hér í einni bók öll ljóð hans og laust mál, er hann lét eftir sig. Margar af ljóðabókum hans eru nú orðnar torfengnar, og í úrvali kvæða hans, sem kom út árið 1956 er að sjálfsögðu mikið undan dregið af ljóðum, sem birtust upphaflega í bókunum, svo að þar er engan veginn heildarmynd af skáldskap hans. En í þessari nýju heildarútgáfu Helgafells eru ljóðin birt eltir frumútgáfum bókanna, og í sömu röð og ljóðabækurnar komu út: Rauður logirin brann,Ljóð, Spor i sandi, Ferð án fyrirheits og Timinn og vatnið.
    „Ymis kvœði" heitir næsti flokkur og þar eru 19 kvæði, sem birtust aftan við úrvalið úr prentuðum bókum Steins 1956, en auk þess eru þar um 20 kvæði, sem ekki hafa áður komið í bókum; nokkur hafa að vísu birzt í blöðum og tímaritum, en sum aldrei verið prentuð. Og loks eru i heildarútgáfunni „Hlíðar-Jóns ríma" og „Tindátarnir".
    Þessar viðbætur auka að sjálfsögðu gildi þessa heildarsafns og gera það nokkru forvitnilegra en ella. Í sjálfu sér munu þessi kvæði litlu bæta við skáldhróður Steins Steinarr, en geta þó orðið til að skerpa mynd hans. Einkum eru elztu kvæðin, sem tímasett eru,athyglisverð heimild um það hvernig hann hefur kveðið um það leyti, sem hann hefur byrjað að yrkja, en í einu viðtali segir hann, að hann hafi aldrei ort nema ;á árunum 1931—1943 —„nema þá upp á grín". En þarna eru þó elztu kvæðin talin vera frá 1931 og 1932, og þar kemur hann fram sem rómantískur   sveitapiltur, eilítið viðkvæmur, („Gamalt lag" og „Ljóð" bls.182).

  • b-facebook
  • Twitter Round
  • B-Pinterest
bottom of page