top of page
hérna má setja inn frekari upplýsingar

Kvæði

SKU: 0003
kr4,490Price
Quantity
  • Ljóðabókin Kvæði kom fyrst út árið 1960 og ný og aukin endurútgáfa þeirrar bókar leit dagsins ljós árið 1983. Í Kvæðum er að finna safn ljóða sem Jakobína orti við ýmis tækifæri, svo sem pólitísk ádeiluljóð sem beint er gegn hersetu og afskiptaleysi almennings, erfi- og afmælisljóð og ýmis kvæði sem tjá hugsanir og tilfinningar sem bærast í huga skálds sem er bóndakona og móðir að aðalatvinnu þótt hugurinn leiti oft annað og þrái meira.

    Í formála að endurútgáfu Kvæða árið 1983 segir Jakobína um ljóðin sem bættust við í þeirri útgáfu:
    „Samt eru þessi kvæði með sama marki brennd og hin fyrri: Þau heyra til mínu æviskeiði, minni lífsskynjun, hvort heldur um er að ræða svokölluð „einkamál“ eða viðhorf til atburða umheimsins. Þau eru ekki ort til að þóknast einum né neinum. Og ekki að annarra óskum. Ég er ekki að biðja neinn afsökunar á þessu, heldur vona ég að þeir, sem kynnu að lesa þessi kvæði, ímyndi sér ekki að hér sé einhver „klassík“ á ferðum. Hér er aðeins ég, og um það hef ég ekki meira að segja.“ (bls. 5)

  • b-facebook
  • Twitter Round
  • B-Pinterest
bottom of page