top of page
Bókin heitir á frummáli: La cena secreta

Leynda kvöldmáltíðin

SKU: 0050
kr490Price
Quantity
  • Í janúar 1497 er svartmunkurinn og rannsóknardómarinn Agostino Leyre gerður út frá Páfagarði til að kanna hvað hæft sé í nafnlausum ásökunum um að guðlast og villutrú þrífist undir verndarvæng Lodovicos hertoga í Mílanó. Í nýju klaustri sem hertoginn hefur látið reisa er Leonardo da Vinci að ljúka við að mála Síðustu kvöldmáltíðina og margir munkanna í klaustrinu trúa því að í verkinu leynist annað og meira en kristileg túlkun á guðspjöllunum: dulin tákn og jafnvel einhvers konar galdur. Mikið starf bíður rannsóknardómarans en fyrr en varir setja sérkennilegir atburðir og óvænt dauðsföll strik í reikninginn.

    Síðasta kvöldmáltíðin er víðfrægt listaverk sem meistari Leonardo da Vinci málaði á klausturvegg í Mílanó fyrir meira en fimm hundruð árum. En er hugsanlegt að í þessu stórbrotna verki séu enn þann dag í dag falin sérstæð og áhrifamikil skilaboð sem fáir þekkja og skilja?

    Leynda kvöldmáltíðin hefur farið sigurför um heiminn, enda er hér á ferð æsispennandi saga um ráðgátur, kukl og morð í myrku umhverfi miðalda. Um leið kveikir bókin nýja sýn á meistara Leonardo da Vinci, verk hans og samtíma – sem var kannski töluvert flóknari en nútímann grunar.

  • b-facebook
  • Twitter Round
  • B-Pinterest
bottom of page