Listin að dáleiða. 1, Grundvallartæknin
Listin að dáleiða – fyrra bindi gæti reynst hin fullkomna sjálfshjálparbók, þar sem dáleiðsla er öflugasta aðferðin til þess að gera þær breytingar sem fólk vill gera. Ef innri mótstaða kemur í veg fyrir að þú náir árangri í námi, starfi, íþróttum, við að hætta að reykja eða stjórna þyngd er dáleiðsla rétta leiðin til að breyta því. Ólíkt huglægri atferlismeðferð, sem vinnur með dagvitundina og rökhugsunina, vinnur dáleiðsla með undirvitundinni þar sem hægt er að vinna beint með rót vandans og losna alveg frá honum. Þetta er fyrsta kennslubókin í dáleiðslu sem gefin er út á íslensku. 260 síður af fróðleik um hvernig hægt er að dáleiða sjálfan sig og aðra til að gera breytingar í undirvitundinni. Þessi bók er fyrri hluti dáleiðslunámskeiðs Roy Hunter og læriföður hans, Charles Tebbetts, sem skrifaði metsölubækur um dáleiðslu á sinni tíð, meðal annars Kraftaverk eftir pöntun- Miracles on demand. Námskeiðið er kennt víða um heim, meðal annars hjá Dáleiðsluskóla Íslands.