top of page
Hugleiðingar höfundar um dvöl erlendis og um  menn og málefni hér heima.

Líðandi stund

SKU: 0069
kr1,400Price
Quantity
  • Sigurður Einarsson: Líðandi stund. (Heimskringla 1938). Öllum kemur saman um það, að Sigurður Einarsson á snjallan penna. Menn geta verið á allt annarri skoðun en hann, hinu neitar enginn, að tilþrif eru i því, sem hann skrifar. Það hefir líka í mörg ár staðið gustur um nafn hans. Landfræg varð á svipstundu grein hans „Nesjamennska", þar sem hann hjó eins og herserkur á hinar seigu taugar þröngsýni og þykkskinnungsháttar i landinu. Fjölmargar ritgerðir hans aðrar, og erindi, hafa vakið almenna athygli hver á sínum tíma. Sigurður er einn af þeim fáu, sem haldið hefir uppi menningarlegri gagnrýni af nokkrum krafti, og alltaf er hress og vakandi. Nú er að koma út allstórt ritsafn eftir Sigurð, er hann nefnir Líðandi stund. Þar er úrval af eldri ritgerðum, sem birzt hafa á við og dreif í tímaritum og blöðum, t. d. Nesjamennska, Um Iistir, Ogmundur Sigurðsson, Tæknikönnun, Járnöid hin nýja, ritdómar um Guðmund Kamban, Halldór Kiljan Laxness, Jó- hannes úr Kötlum o. fl. Þá er einnig margt af ritgerðum og erindum, sem hvergi hafa birzt áður, eða eru nýsamdar. Þar má nefna langa ritgerð um Hermann Vildenvey, norska Ijóð- skáldið, Svipi liðinnar tíðar, og Íslenzka ættjarðarást. Nýjustu ritgerðirnar og þær, sem mesta athygli munu vekja nú, eru Átökin í andlegu lífi nútímans og Bær hinna rauðu blóma. Þegar menn fá þannig ritgerðir Sigurðar saman i einni bók, og þó ekki sé nema úrval þeirra, þá sést bezt hve rösklega og víða hann hefir látið til sín taka í íslenzku þjóðlífi. Það eru margskonar hitamál dagsins, sem orðið hafa tilefni ritgerðanna, þær tilheyra hver fyrir sig hinni liðandi stund. Þær bera þess flestar merki á einn eða annan hátt, hafa ekki blæ nákvæmrar útfærslu eða yfirlegu, brestur sumstaðar nokkuð á vandvirkni, en á móti eiga þær kraft og hita, hressandi dirfsku og málkynngi. Þar sem Sigurður vandar sig eða tekst bezt, eru ritgerðir hans með því snjallasta, sem hér er skrifað, bæði að máli og stíl.

  • b-facebook
  • Twitter Round
  • B-Pinterest
bottom of page