Bókin heitir á frummáli: Guds barmhärtighet
Miskunnsemi Guðs
SKU: 0040
kr890Price
Vorið 1916 heldur Hillevi Klarin, nýútskrifuð ljósmóðir frá Uppsölum, til starfa í afskekktum smábæ í Norður-Svíþjóð. Hún rekur sig fljótt á að veruleiki þess fólks sem þar lifir lýtur öðrum lögmálum, og fyrr en varir slær í brýnu milli hennar og kreddufullra bæjarbúa sem kemur af stað spennandi atburðarás er afhjúpar djúpstæðar mannlegar kenndir.
Kerstin Ekman hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir bækur sínar, m.a. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Atburði við vatn, sem Mál og menning gaf út árið 1995.