Fyrsta bók höfundar.
Máttur ástarinnar
Ingibjörg er ung reykvísk húsmóðir.
Þetta er fyrsta skáldsagan, sem hún lætur frá sér fara. Sagan fjallar um ævintýri ungrar stúlku, sem telur sig hafa fundið hamingjuna á Keflavíkurflugvelli — og hamingjuna eltir hún til Ameríku. — En þar kemst hún að raun ura, „að h'fið er hverfult og lánið valt". Hún snýr heim og. . . .
MÁTTUR ÁSTARINNAR heitir fyrsta bók reykvískrar húsmóour, Ingibjargur Jónsdóttur er það ek'ki svona,sem auglýsingar hafa hljóðað síðustu daga. Maður gerizt forvitinn.
Hvað er þetta? Eru reykvískar húsmæður að undirbúa sókn á þéttumsetnum ritvelli vorrar þjóðar — eða eru þær bara að byggja? Ingibjörg Jónsdóttir hefur látið að því liggja í viðtölum, að hún væri að byggja, en gagnrýnendur segja hana gott efni í skáldkonu — hvað viltu segja okkur um þetta Ingibjörg,tókstu til við sagnagerð, af því að við hjónin voruð að byggja,eða viltu flytja heiminum einhver ný sannindi?
— Nei — mér er engin launung á því, að ég seldi þessa sögu af því að mig vantaði peninga og sá ekki betur en menn væru að selja ritsmíðar í stórum stíl, sem ekki eru allar jafn mikill skáldskapur. Ég sýndi Gunnari í Leiftri söguna og hann vildi strax gefa hana út. Annars bef ég þýtt framhaldssögur í nokkurn tíma — óskaplega lélegar — og skrifaði söguna aðallega til þess að sýna bóndanum, að ég gæti gert eins vel, eða betur, sjálf. Annars finnst mér ekkert eins ómerkilegt og ástarsögur.
— Er önnur saga í bígerð?
— Já, önnur kemur út á næsta ári og hugmyndin að hinni þriðju er í fæðingu.