top of page
Á frummáli: Ulvenatten
Bókin er uppseld hjá útgefanda.

Nótt úlfanna

SKU: 0092
kr1,750Price
Quantity
  • Martröðin byrjar nákvæmlega klukkan 22.00.

    Í beinni útsendingu tekur hópur Tsjetsjena einn vinsælasta umræðuþátt í norsku sjónvarpi á sitt vald. Þeir sem staddir eru í myndverinu – þar á meðal utanríkisráðherra landsins, nokkrir stjórnmálamenn og fjölmargir tsjetsjenskir flóttamenn – eiga erfiða nótt í vændum.

    Vopnaðir byssum og sprengjum krefjast hryðjuverkamenn þess að gíslatökunni verði sjónvarpað um allan heim og hóta gíslunum lífláti aðstoði stjórnvöld þá ekki við að ná markmiðum sínum. Áhorfendur fylgjast með framvindu mála með öndina í hálsinum meðan lögreglan og samningamaður hennar keppast við að ná sem flestum lifandi út úr stúdíói 2.

    Tom Egeland sló í gegn með Við enda hringsins, forvera Da Vinci lykilsins og bætir nú um betur. Nótt úlfanna hefur hlotið frábærar viðtökur og úrvalsdóma, enda æsispennandi og óhugnanlega trúverðugur tryllir sem heldur taugum lesandans þöndum allt til loka.

  • b-facebook
  • Twitter Round
  • B-Pinterest
bottom of page