top of page
hérna má setja inn frekari upplýsingar

Sagan af Snæbjörtu Eldsdóttur og Ketilríði Kotungs

SKU: 0008
kr5,590Price
Quantity
  • Fyrsta bók Jakobínu, Sagan af Snæbjörtu Eldsdótturog Ketilríði Kotungsdóttur (1959) hefur gjarnan verið skilgreind sem ævintýri og hana er helst að finna í barnabókahillum bókasafna. Hún er samt alls engin barnasaga, heldur eins konar samsuða ævintýris, fornaldarsögu og goðsögu með beinum skírskotunum til pólitíkur og samfélags ritunartímans. Söguna má auðveldlega lesa sem táknsögu fyrir sögu Íslands, þar sem deilt er hart á erlent konungsvald en jafnvel enn harðar á hernám Breta og Bandaríkjamanna hér á landi.

    Frásagnaraðferð sögunnar er í anda miðaldasagna og ævintýra, sögumaður er alvitur, orðfærið er knappt og stíllinn hefur fornt yfirbragð. Hann talar þó öðru hverju frá eigin hjarta, og ljóst er að á bak við frásögnina stendur blóðheitur baráttumaður fyrir sjálfstæði og frelsi sem vill koma boðskap sínum áleiðis til alþýðufólks og hvetja það til dáða. Frásögnin ber vitni um að Jakobína skrifaði hana ekki bara inn í ævintýrahefð heldur íslenska sagnahefð, ekki ósvipað því sem Halldór Laxness gerir í Gerplu (1952) sem er jú skáldsaga skrifuð um gamalt efni í Íslendingasagnastíl.

    Bókin er skreytt fallegum myndum eftir Barböru Árnason.

  • b-facebook
  • Twitter Round
  • B-Pinterest
bottom of page