top of page
hérna má setja inn frekari upplýsingar

Sjö Vindur Gráar

SKU: 0010
kr2,490Price
Quantity
  • Jakobína Sigurðardóttir er þegar orðin þjóðkunn og mikils metin skáldkona. Mestar og almennastar vinsældir hefur hún hlotið fyrir skáldsöguna Dægurvísu sem kom út árið 1965, en sú saga var árið eftir valin sem fulltrúi Íslands í keppni um hin háu og mikið umræddu Norðurlandaverðlaun, enda var Dægurvísa af flestum talin fremst þeirra frumsömdu skáldsagna, sem samtímis komu út hér á landi. Skáldsagan Snaran og smásagnasafnið Punktur á skökkum stað eru þær aðrar bækur Jakobínu, sem mest hafa aukið á frægð hennar sem skáldkonu.

    Sjö vindur gráar er bók, sem vekja mun verðskuldaða athygli góðra bókamanna og enn auka á frægð Jakobínu sem skáldkonu. Bókin ber öll beztu einkenni höfundarins: ríka frásagnargleði, næmt skopskyn, glöggskyggni á mannlega veilur og raunar einnig kosti. Allt kemur þetta ljóslega fram í snjöllustu sögum hennar, hún er hvarvetna bersögul, óhlífin og hispurslaus, og leiðir óhikað hrjúfar og jafnvel svaðalegar persónur til dyranna eins og þær eru klæddar. Í hennar augum er allt betra en hræsni eins og Elias Elíasson og Mammon í gættinni spegla þetta viðhorf hennar og munu báðar þessar sögur verða lesendum ærið minnisstæðar.

  • b-facebook
  • Twitter Round
  • B-Pinterest
bottom of page