top of page
Önnur útgáfa af Snörunni. Einnig er til frumútgáfa.

Snaran

SKU: 0018
kr1,490Price
Quantity
  • Skáldagan Snaran vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 1968. Sagan er eintal – eða öllu heldur samtal þar sem rödd annars þátttakandans heyrist ekki – og er frásagnarformið einstakt í íslenskum bókmenntum.

    Við erum stödd í óljósri framtíð. Stóriðja er helsti atvinnuvegurinn og erlent fjármagn og vinnuafl hefur flætt inn í landið. Nöpur ádeila sögunnar kemur ekki síst fram í mannlýsingu sögumannsins, sópara í verksmiðju, orðum hans, skoðunum og viðbrögðum. Hann segir sögu sína og þjóðarinnar, allt frá komu erlends herliðs á stríðsárunum og þeim þjóðfélagsbreytingum sem henni fylgdu og rekur hana allt til samtíma sögunnar. Er sá tími kannski runninn upp nú?

  • b-facebook
  • Twitter Round
  • B-Pinterest
bottom of page