Á frummáli: Jag och min son Sara Lidman er varð fræg um allar jarðir, er stjórnarvöld í Suður-Afríku létu handtaka hana og setja í „steininn" fyrir það, að hún hefði of náið samband við innbyggja landsins, hina hörundsdökku Afríkumenn. Sara dvaldist þá í Jóhannesarborg og var að afla sér efniviðar til sögugerðar. Sagan Sonur minn og ég er ávöxtur af dvöl hennar þar.
Sonur minn og ég
Uppistaða sögunnar er frá- saga sænsks manns, sem farið hefur til Suður-Afríku að leita gæfunnar á flótta undan ábyrgð og áhyggjum lífsins. En hann finnur ekki gæfuna í SuðurAfríku. Hann ætlaði að græða peninga og snúa til baka auð- ugur maður. Hann snýr til baka snauður. En allt í kring sér hann hvíta menn, sem gerzt hafa auðkýfingar og lifa í bílífi. Mistök hans eru fólgin í því, að honum leiðist að berja meðbræður sína, jafnvel þótt svartir séu. Hann hefur ekki ánægju af svipunni eða byssunni. Þótt hann hafi takmarkaða samúð með þeim dökku og reyni hvað eftir annað að herða sig upp og beita sömu hörkunni og litbræður hans, tekst honum það ekki. Sál hans svíður. Einhvers staðar í huga hans á hið góða hreiður, sem ekki verður auðveldlega rutt um koll. Gengi hvítra innflytjenda í löndum dökkra frumbyggja hefur oftast byggzt á á þrælkun. Það verður okkur ljósara en fyrr. Og það er ófagur leikur, sem víða hefur verið leikinn, er hvítir kristniboðar hafa rutt hvítum þrælahöldurum brautina. Bók Söru Lidman er vel skrifuð og vel þýdd af Einari Braga Sigurðssyni, hún er gott lesefni og holl hugvekja, á erindi við hvern einn mann. Ætti að vera til á hverju heimili.