Snotur lítil bók sem er nokkuð vandfundin í dag.
Svo kom vorið
Og svo kom vorið. Kunnugum verður þegar á að staðsetja hana á Vestfjörðum — norðarlega, en þó ekki norður á Hornströndum. Að formi til er hún í rauninni ferðasaga, en skáldsaga samt- Hún vekur fyrst hjá okkur ömurlegar hugðir vetrarríkis, dularfullra og tröllslegra náttúruvalda og undanhalds lífs og gróðrar. En að lokum sýnir hann okkur aftur sömu byggð og sama fólk, og þá vinna þar ungir sem gamlir, vorglaðir að sigri gróðrar og mennilegra lífshátta, þar eð skilyrðin virðast næg, þó að þjóðfélagsleg röskun og fyrirhyggjuleysi hafi komið því til vegar, að byggðin hartnær eyddist. Þórleifur segir þarna frá af kunnáttu og leikni, kann jafnt skil á að mála dökkum litum sem björtum. Eyðileikinn og hinn dulrammi tröllskapur, og gróandinn og hugur vors og vona — þessar andstæður nóta sín jafn vel í frásögn hans.