Á frummáli: Un peu de soleil dans l'eau froide
Sól á svölu vatni
Hann er ungur og gáfaður blaðamaður í París, fulltrúi lífsleiðans og léttúðarinnar sem einkennir þann heim sem Francoise Sagan er svo tamt að lýsa. Hún er eiginkona vel metins efnamanns utan af landi, heilsteypt og ástríðufull kona, ólik hinum fyrri kvenhetjum Sagan. Henni leiðist ekki, hún óttast ekki alvöru lífsins, hún hefur áhugamál og leggur rækt við þau. Um ástir og átök þessara tveggja ólíku mannvera skrifar Francoise Sagan af óvenjulegu innsæi og djúpum skilningi.
„Sól á svölu vatni er verk full- þroska höfundar, raunsæ, spennandi og áhrifamikil saga." Bent Holm, Politiken
„Francoise Sagan er næm á samskipti karls og konu .. . Sól á svölu vatni er full af lífi .. . og skrifuð af kunnáttu- og innsýn." Jóhann Hjálmarsson, Mbl