top of page
hérna má setja inn frekari upplýsingar

Sú grunna lukka

SKU: 0016
kr1,290Price
Quantity
  • Sú grunna lukka er morðsaga frá 18. öld, þar sem Þórleifur Bjarnason rekur allar handbærar heimildir um atburði og persónur, en hún telst jafnframt dulúðugur og margslunginn skáldskapur. Tvö hórsek hjú vestan af fjörðum stelast brott úr átthögum sínum og leita á Hornstrandir í von um, að sekir men séu ekki framseldir yfirvöldum norður þar. Sveitamenn vita verustað þeirra en láta kyrrt liggja. Ungur maður drepur svo í blindu æði og fullkomnu ósjálfræði aðkomukonuna, sem hefur heillað hann og táldregið, og myrðir þannig draum sinn. Afbrotamaðurinn reynir að flýja sökina, en hún fylgir honum eftir, uns hann játast öxinni. Valdamenn ætla að notfæra sér mál hanns í ímyndaðri metorðabaráttu, svo að líf hins seka fellur þar í skugga. Ávinningurinn sem þeir sækjast eftir, verður þeim grunn lukka. Sakborningurinn hlýtur að lokum vægann dóm. Hann afplánar refsingu sína í fangelsinu í Reykjavík en er jafnsekur eftir sem áður. Loks leggur hann leið sína á fyrri slóðir, þar sem hannn framdi glæpinn. Þar með hverfur hann sjónum lesenda í mistur þagnar og gleymsku.

    Sú grunna lukka er heimildarsaga um raunverulega atburði en skáldskapur hennar skilgreinir þennan örlagaríka harmleik frá löngu liðnum tíma og þokar honum ótrúlega nærri lesendum og samtíð í nærfærinni og listrænni túlkun höfundar.

  • b-facebook
  • Twitter Round
  • B-Pinterest
bottom of page