Á frummáli: Det gode håb
Vonin blíð
SKU: 0089
kr750Price
Andreas William Heinesen (15. janúar 1900 – 12. mars 1991) var frægasti rithöfundur færeyinga. Hann var einnig skáld, tónskáld og listmálari. William Heinesen skrifaði á dönsku. Þegar sá orðrómur spratt upp að hann ætti að hljóta Nóbelsverðlaunin í bókmenntum, þá afþakkaði hann þau með þessum orðum:
Færeyska var í eina tíð í litlum metum - þeirri tungu var rétt að segja haldið niðri. Þrátt fyrir þetta hefur færeyskan getið af sér merkilegar bókmenntir, og það væri rétt að veita Nóbelsverðlaunin höfundi sem skrifað hefur á færeysku. Ef mér væru veitt verðlaunin, þá myndi dönskum rithöfundi hlotnast þau, og færeyskum bókmenntatilraunum væri veitt þungt kjaftshögg.