top of page
Bókin heitir á frummáli: A farewell to arms

Vopnin kvödd

SKU: 0045
kr690Price
Quantity
  • Mún hafði dásamlega fallegt hár og stundum lá ég
    kannski kyrr og var að horfa í hana festa það i birtunni
    sem lagði innum opnar dyrnar og það glitraði jafnvel
    i nóttunni einsog vatn glitrar stundum rétt áður en
    komin er full dagtbirta. Hún hafði yndislegt andlit og
    líkama og yndislega mjúka húð lika. Stundum þegar
    við lágum saman þá kom eg kannski við kinnarnar á
    henni og ennið á henni og fyrir neðan augun á henni
    og hökuna á henni með fingurgómunum og sagði „slétt
    einsog píanónótur", og þá strauk hún mér kannski um
    hökuna með einum fingri og sagði „slétt einsog
    sandpappír og fer illa með píanónótur".

    Ernest Hemingway, frægasti skáldsagnahöfundur
    Bandaríkjanna á 20. öldinni hefði orðið 100 ára árið
    1999. Vopnin kvödd sem er talin ein höfuðskáldsaga
    hans gerist á Ítalíu á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar
    og er í senn beisk úttekt á stríði og einhver magnaðasta
    ástarsaga aldarinnar. Áhrifamáttur hennar liggur framar
    öðru í því, með orðum Halldórs Laxness, „hvernig
    höfundur hennar kann að brýna án afláts hugtak
    ástarinnar með hugtaki dauðans".

    Þýðing Halldórs Laxness á þessu verki kom fyrst út hjá
    Máli og menningu árið 1941 og vakti mika athygli,
    jafnvel deilur, enda gekk Halldór lengra í því að ná
    hinum knappa stíl Hemingways en áður hafði verið
    reynt, og færði þannig út mörk hins leyfilega í íslensku
    ritmáli. Þýðing þessarar vinsælu sögu hefur margoft
    verið gefin út aftur, en kemur nú í fyrsta sinn í kilju.

  • b-facebook
  • Twitter Round
  • B-Pinterest
bottom of page