Í fylgd með fullorðnum (2005) er fyrsta skáldsaga Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu, byggð á bernskuminningum hennar. Hún vakti verulega athygli fyrir skemmtilegan stíl og frásagnargáfu.
Í fylgd með fullorðnum
Ég dáist að fólki sem man hluti sem geta komið að gagni. Fólk sem romsar upp úr sér staðreyndum. Sérstaklega öfunda ég þó fólk sem man eftir sjálfu sér. Man hvað það hugsaði þegar það var þriggja ára. Hvenær það fann ástina í fyrsta sinn. Fólk sem tekur iðulega þannig til orða: ,,Ég man það eins og það hefði gerst í gær?. Eitthvað sem gerðist fyrir löngu. Það er ekki margt sem ég man með þeim hætti. Meira svona eins og það hafi gerst í fyrradag. Eða daginn þar áður.
“Bókin er mjög vel læsileg, eiginlega ótrúlega gott byrjendaverk.”
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir / RÚV
“Engum blöðum um það að fletta að íslenskri bókmenntaflóru hefur bæst höfundur sem hefur mikið fram að færa og kann galdurinn við að hrífa lesandann með sér, ýta við honum og heilla hann upp úr skónum.”
Friðrika Benónýs / MORGUNBLAÐIÐ
“Maður er svolítið klökkur að lestri loknum. Finns maður hafa farið í gegnum þroskaferil og komið út sem betri manneskja. Í alvöru talað.”
Sólveig Anna Bóasdóttir / KISTAN.IS“Það er kraftur í þessari frásögn, sterk löngun til að segja frá sem smitar lesandann og heldur honum við efnið, dirfska til að takast á við erfiða hluti.”
Halldór Guðmundsson / FRÉTTABLAÐIГSteinunn skrifar fallegan texta … Bernskuminningar hennar eru furðu litríkar … með heppnari byrjendum á síðari tímum.”
Silja Aðalsteinsdóttir / Tímarit Máls og menningar“Blússandi húmor…fín saga…langt síðan ég hef lesið jafn fallega frásögn af samskiptum mæðgna.
Steinunn Ólína má vera stolt af frumraun sinni.”
Sigríður Albertsdóttir / DV“Þessi bók bæðir skemmtir lesandanum og snertir við honum.”
Birta
“Steinunn stígur fram sem sterkur rithöfundur með tæran texta og einstaklega skemmtilegan frásagnarmáta, húmor og gáfur. Ég er stórhrifin.”
Sirrý Arnardóttir / Fólk