top of page

Örlagabrot

SKU: 0102
kr1,790Price
Quantity
  • Ef til vill kemur það oft fyrir, að háaldraður maður, sem lítið hefur fengizt við ritstörf, finnur hjá sér hvöt til þess að fara að skrifa, — t. d. endurminningar, eða — jafnvel skáldskap, — sér til afþreyingar á elli- árunum. Hitt er sjaldgæft, að maður hátt á áttræðisaldri semji skáldrit, sem svo snilldarlega er frá gengið, að vandlátustu menn finni varla á því blett né hrukku. Þetta hefur Ara Jónssyni Arnalds, fyrrverandi sýslumanni og bæjarfógeta, tekizt. Að visu hefur Ari Arnalds áður handleikið penna, því á yngri árum var hann blaðamaður, og sennilegt þykir mér, að skáldgyðjan hafi þá hvíslað einhverju að honum, þótt hann, til allrar óhamingju, sneri sér ekki að ritstörfum þá og gerðist skáldsagnahöfundur. Ég held að hann hefði komizt mjög langt í þeirri grein, en um það verður ekki fárazt nú. Gott var þó að honum vannst aldur og þrek til þess að rita tvær ágætar bækur, — og enn er von um að hann geti bætt við, því hann er ungur í huga og sél. örlagabrot er allstór bók, 198 bls. í stóru broti. Eru í henni tvær sögur, Hjörleifur Hjörleifsson og Grasakonan við Gedduvatn. Ævisögu-rómaninn Hjörleifur Hjörleifsson nær yfir 164 bls. af bókinni. Þótt höfundur hafi lifað hálfa 20. öld og vel það, hefur hann þó mótazt af 19. öldinni, og bera ritverk hans þess augljós merki. En hispursleysi vorra tíma hefur þó orðið honum til léttis nokkuð, svo að hið rómantíska viðhorf hans og ljóðræm blær, sem hann nær svo einkarvel, verður raunhæfari en ella hefði orð- ið. Þetta er yndislega skrifuð bók, laus við allt banalítet og — mér liggur við að segja — mannhatur, sem oft lýtir okkar yngstu bókmenntir. Ari Arnalds reynir aldrei að skreyta frásögn sína með gervifjöðrum og pappírsblómum, frésögn hans er sönn og látlaus, hæverskleg og full a I manngæsku og mildi, skilningi a persónunum, er um fjallar, og samúð með þeim. Það er einmitt þessi latlausa aðferð, sem gert hefur Ara Arnalds að úrvals rithöfundi og skipað honum á bekk með beztu rithöfundum samtiðarinnar. — Vonandi endist honum heilsa og líf til þess aö auðga bókmenntir vorar með fleir1 ritum. Þorsteinn Jánsson.

  • b-facebook
  • Twitter Round
  • B-Pinterest
bottom of page