top of page
Nokkurt fjaðrafok varð út af Þjóf í Paradís á sínum tíma vegna þess að höfundur hafði ætlað að lesa hana í útvarp, en sett var á hana lögbann af því að mörgum hafði fundizt að lýsingunni á verknaði þjófsins svipi til raunverulegra atburða sem munu hafa gerzt um líkt leyti og sagan á að gerast. Þessu lögbanni hefur nú verið aflétt með dómi.

Þjófur í paradís

SKU: 0031
kr900Price
Quantity
  • Þessi bók sætti verulegum tíðindum þegar hún kom fyrst út árið 1967 og hefur raunar verið sífellt til umræðu síðan bæði fyrir efni sitt og inntak og fyrir frábærlega viðfelldið málfar.
    Þessi margumtalaða skáldsaga segir frá paradís íslenzkrar sveitar á árunum kringum 1930 — kreppuárunum. Persónurnar eru bændafólk og sveitabörn. Einn þessara kyrrláta bænda, sá sem er einna fátækastur þeirra, villist
    dálítið af réttri leið, gerist þjófur í þessu friðsæla bændasamfélagi.
    Hvernig á að dæma slíkan mann? Bændafólkið veit að hann er vel innrættur, hjálpsamur og barngóður — hvers vegna þá að dæma hann fyrir þjófnaðinn? Réttvísin í gervi sýslumanns verður að líta öðruvísi á málið. Þess vegna hlýtur þjófurinn að fara í tugthúsið.
    Nokkurt fjaðrafok hefur orðið út af Þjóf í Paradís á síðustu árum vegna þess að höfundur hafði ætlað að lesa hana í útvarp, en sett var á hana lögbann af því að mörgum hefur fundizt að lýsingunni á verknaði þjófsins svipi til raunverulegra atburða sem munu hafa gerzt um líkt leyti og sagan á að gerast. Þessu lögbanni hefur nú verið aflétt með dómi.

  • b-facebook
  • Twitter Round
  • B-Pinterest
bottom of page